Valdimar H. Lárusson
Hvar áttu heima og í hvaða bekk ertu?
Ég bý í Stykkishólmi og er í 5. bekk.
Ertu búinn að vera lengi í lúðrasveitinni?
Ég byrjaði í Litlu Lúðró og fór svo í Stóru Lúðró haustið 2012.
Hver stjórnaði lúðrasveitinni þá?
Hjálmar var fyrst stjórnandi og síðan Martin
Á hvaða hljóðfæri spilar þú í lúðrasveitinni og hver er kennarinn þinn í tónó?
Ég spila á trompet og Martin er að kenna mér.
Kanntu á fleiri hljóðfæri?
Ég spila líka á trommur.
Hvernig lög spilið þið í lúðrasveitinni?
Allskonar lög – flest skemmtileg.
Hvað finnst þér skemmtilegast við lúðrasveitina?
Spila á tónleikum og fara í ferðalög.
Hefurðu farið í ferðalög með lúðrasveitinni? Hvert? Var gaman?
Við fórum á landsmót Lúðrasveita á Akureyri 2012, Afmælisferðalag í nóvember 2013 og dagsferð í Borgarnes að spila á Nótunni. Öll ferðalögin voru mjög skemmtileg.