Skip to content
ludro.is
  • Velkomin
  • Um okkur
    • Um okkur
    • Félagatal
      • Litla Lúðró 2013-14
      • Stóra Lúðró 2013-14
      • Víkingasveit 2013-14
    • Foreldrafélag
  • Sagan okkar
    • Tímalína
    • Afmælisrit 1989
    • Afmælisrit 2014
    • Lúðrasveit Stykkshólms 70 ára
    • Stjórnendur frá upphafi
    • Ársskýrslur
  • Myndefni
  • Tónlist
    • Afmælistónleikar 2014
    • Landsmót 2014
  • Viðtöl
Site Search

Um okkur

LS_fyrsta_aefing_2011-12
Fyrsta æfing haustið 2011 – Ljósmynd: Martin Markvoll

Lúðrasveit Stykkishólms var stofnuð á sumardaginn fyrsta árið 1944. Fyrsti stjórnandi hennar var Víkingur Jóhannsson. Víkingur gerði meira en að stjórna lúðrasveitinni, hann kenndi flestum hljóðfærin líka, því í upphafi kunnu fáir að spila. Í upphafi átti lúðrasveitin 6 lúðra sem fundust út í bæ eftir gamla lúðrasveit sem hafði starfað hér fyrr á öldinni. Þeim var komið í viðgerð og þeir pússaðir upp. Þrjá lúðra til viðbótar fékk sveitin senda frá Lúðrasveit Reykjavíkur, 12 lúðrar voru keyptir af ungmennafélaginu í Borgarnesi , svo og stór tromma, sem reyndar var ekki í góðu lagi. Styrkir fengust nokkrir sem notaðir voru til að kaupa fleiri lúðra frá Ameríku.

Og svo var farið að æfa. Albert Klahn stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur útsetti 7 lög fyrir lúðrasveitina og nokkrar sveitir gáfu nótur. Fyrsta lagið sem félagarnir gátu blásið saman var Blessuð sértu sveitin mín.

Þegar lúðrasveitin var búin að starfa í 20 ár stóðu félagar hennar að því að stofnaður var í bænum tónlistarskóli, Tónlistarskóli Stykkishólms. Það var árið 1964. Hann er því meðal elstu tónlistarskóla landsins. Í sveitinni voru í upphafi eingöngu fullorðnir hljóðfæraleikarar, en með tímanum fóru að koma unglingar inn í sveitina og smám saman þróaðist sveitin í það að verða skólalúðrasveit Tónlistarskóla Stykkishólms. Hin síðari ár hefur sveitin boðið eldri félögum, sem ekki eru í skólanum, að slást í hópinn. Þó nokkrir fullorðnir þáðu þetta boð og þess vegna er aldursdreifingin mikil. Gaman er að geta þess að í stóru lúðrasveitinni spila núna tveir af stofnfélögum hennar.
Í dag starfar lúðasveitin í nokkrum deildum;

Lítla Lúðró
Byrjendasveitin er kölluð „Litla Lúðró“. Í henni eru þeir sem eru komnir nokkuð af stað á hljóðfærin sín.

Stóra Lúðró
Í „Stóru Lúðró“ eru þeir sem náð hafa lágmarksleikni á hljóðfærin. Þar eru nú, auk hefðbundinna lúðrasveitarhljóðfæra, píanó, rafgítar og rafbassi.

Víkingasveitin
„Víkingasveitin“, sem er kennd við Víking Jóhannsson, tók til starfa árið 2007. Í henni eru lengst komnu nemendur tónlistarskólans. Meðlimir Víkingasveitarinnar hafa að auki margir hverjir æft og spilað með Stórsveit Snæfellsness í tengslum við skólavist sína í FSN.

Trommusveitin
Slagverksleikararnir æfa saman í sérstakri trommusveit – eða „drumline“. Hana skipa snerlar, cymbalar, tritoms og bassatrommur.

Lúðrasveitin æfir nú í sal tónlistarskólans, sem er til húsa í gamla íþróttasalnum. Tónleikar sveitarinnar eru yfirleitt haldnir í Stykkishólmskirkju sem er mjög gott tónleikahús.

Stjórnandi árið 2014 var Martin Markvoll.

Upplýsingar um núverandi starfsemi sveitarinnar má finna hér.

Texti: Jóhanna Guðmundsdóttir

Afmælisvefur

Afmælisvefur þessi var útbúinn í tilefni 70 ára afmælis Lúðrasveitar Stykkishólms árið 2014.

Æfingatími okkar

Litla Lúðró æfir á miðvikud. kl. 14:44
Stóra Lúðró æfir á fimmtud. kl. 16:44

Aðsetur

Tónlistarskóli Stykkishólms
Skólastígur 11
340 Stykkishólmur
S. 433 8140
Netfang: ludro@stykkisholmur.is

Lúðrasveit Stykkishólms 2014 - Tónlistarskóli Stykkishólms