Skip to content
ludro.is
  • Velkomin
  • Um okkur
    • Um okkur
    • Félagatal
      • Litla Lúðró 2013-14
      • Stóra Lúðró 2013-14
      • Víkingasveit 2013-14
    • Foreldrafélag
  • Sagan okkar
    • Tímalína
    • Afmælisrit 1989
    • Afmælisrit 2014
    • Lúðrasveit Stykkshólms 70 ára
    • Stjórnendur frá upphafi
    • Ársskýrslur
  • Myndefni
  • Tónlist
    • Afmælistónleikar 2014
    • Landsmót 2014
  • Viðtöl
Site Search

Sólbjört S. Gestsdóttir

  • 23/04/201419/04/2017
  • by LS

Sólbjört S. Gestsdóttir

Hvar áttu heima og við hvað starfar þú?
Ég á heima á Austurgötunni í Stykkishólmi og starfa sem deildarstjóri í leikskólanum í Stykkishólmi en er á leið í fæðingarorlof.

Hvaða ár varstu í lúðrasveitinni og hversu lengi?
Ég man ekki nákvæmlega hvaða ár ég var í lúðrasveitinni en minnir að það hafi verið frá árinu 1989 til 1994 og svo aftur 2003 – 2006.
Fyrst þegar ég var í lúðrasveitinni var Daði Þór stjórnandi og svo var Martin stjórnandi. Ég spilaði á klarinett öll þessi ár.

Hver var kennarinn þinn í tónó?
Ég lærði hjá Hadda Sig öll þessi ár sem ég var í tónlistaskólanum og fannst hann algjör snillingur á sínu sviði.

Spilar þú á hljóðfæri í dag?
Já, ég leik mér aðeins við að spila á blokkflautu með dóttur minni, á ukulele sem mér finnst skemmtilegt að leika mér á, hljómborð sem ég leik mér stundum við að spila á. Einnig spila ég enn á klarinettið þegar ég dett í þannig stuð.

Hvernig lög spiluðu þið í lúðrasveitinni?
Við spiluðum allskonar lög en uppáhaldslagið var Tequila. Einnig spiluðum við mikið gömul íslensk lög og þjóðþekkta slagara í bland við lög sem enginn þekkti áður en byrjað var að æfa lagið.

Hvað fannst þér skemmtilegast við lúðrasveitina?
Það skemmtilegasta við lúðrasveitina var félagsskapurinn enda ekki maður með mönnum nema að vera í lúðrasveit og svo var alltaf gaman þegar verið var að spila skemmtileg lög.

Fórstu í ferðalög með lúðrasveitinni? Hvert? Var gaman?
Ég fór í Mosfellsbæ í æfingabúðir annaðhvort ár og svo fórum við einu sinni í Laugagerði í æfingabúðir og það var alltaf gaman. Í Mosfellsbænum hittum við krakkana í lúðrasveitinni þeirra og fengum að fara heim með þeim í mat og svo var sameiginlegt ball og svo var samspil lúðrasveitanna á æfingum. Þau í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar komu svo árin sem við fórum ekki til þeirra.

Hvaða áhrif hefur það haft á líf þitt að vera í Lúðrasveit Stykkishólms?
Þetta hefur þau áhrif að maður hugsar til baka með þakklæti í huga fyrir þennan frábæra tíma og þann frábæra félagsskap sem maður hafði í lúðró. Einnig hjálpaði þetta við að læra á hljóðfærið sem maður var að æfa sig á.

Ertu í lúðrasveit í dag?
Nei, ég er ekki í lúðrasveit í dag enda hafa önnur verkefni tekið við.

Lúðrasveit Stykkshólms 70 ára
Sara Rós H. Róbertsdóttir

Afmælisvefur

Afmælisvefur þessi var útbúinn í tilefni 70 ára afmælis Lúðrasveitar Stykkishólms árið 2014.

Æfingatími okkar

Litla Lúðró æfir á miðvikud. kl. 14:44
Stóra Lúðró æfir á fimmtud. kl. 16:44

Aðsetur

Tónlistarskóli Stykkishólms
Skólastígur 11
340 Stykkishólmur
S. 433 8140
Netfang: ludro@stykkisholmur.is

Lúðrasveit Stykkishólms 2014 - Tónlistarskóli Stykkishólms