Skip to content
ludro.is
  • Velkomin
  • Um okkur
    • Um okkur
    • Félagatal
      • Litla Lúðró 2013-14
      • Stóra Lúðró 2013-14
      • Víkingasveit 2013-14
    • Foreldrafélag
  • Sagan okkar
    • Tímalína
    • Afmælisrit 1989
    • Afmælisrit 2014
    • Lúðrasveit Stykkshólms 70 ára
    • Stjórnendur frá upphafi
    • Ársskýrslur
  • Myndefni
  • Tónlist
    • Afmælistónleikar 2014
    • Landsmót 2014
  • Viðtöl
Site Search

Kristjón Daðason

  • 14/04/201419/04/2017
  • by LS

Kristjón Daðason

Hvar áttu heima og við hvað starfar þú?
Ég bý í Grafarholti, Reykjavík. Ég kenni og stjórna B-sveit Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar og stjórna einnig B-sveit Skólahljómsveitar Grafarvogs með Einari Jónssyni básúnuleikara.

Hvaða ár varstu í lúðrasveitinni og hversu lengi?
Ég var í Lúðrasveit Stykkishólms frá 7-14 ára aldri eða frá 1992-1999 þangað til við fjölskyldan fluttum út til Danmerkur. Pabbi, Daði Þór Einarsson, stjórnaði þá lúðrasveitinni og kenndi mér á trompet.

Spilar þú á hljóðfæri í dag?
Ég er menntaður trompetleikari og tónlistarkennari.

Hvernig lög spiluðu þið í lúðrasveitinni?
Þau lög sem eru eftirminnilegust eru „When I’m 64“ eftir The Beatles og Alladin syrpa þar sem ég fékk að leika mitt fyrsta sóló á tónleikum í laginu „A Whole New World“.

Hvað fannst þér skemmtilegast við lúðrasveitina?
Mér fannst skemmtilegast að spila fyrst og fremst, en auðvitað ferðalögin í Morfellsbæ og svo ferðalagið til Vík í Mýrdal var skemmtilegt.

Hvaða áhrif hefur það haft á líf þitt að vera í lúðrasveit?
Hjá Lúðrasveit Stykkishólms hófst ferill minn sem trompetleikari. Ég hef aldrei hætt að spila á hljóðfæri síðan ég byrjaði um 4 ára að spila á blokkflautu og síðan seinna meir á harmokíku bæði hjá Hafsteini Sigurðssyni. Ég var aldrei sterkur í grunnskóla í bókum og sveoleiðis hlutum en þarna var ég algörlega á heimavelli og þess vegna valdi ég þá leið að verða tónlistarmaður því tónlist gefur lífinu gildi!

Haukur Páll Kristinsson tók viðtalið.

Kristbjörg Hermannsdóttir
Símon Karl Sigurðarson

Afmælisvefur

Afmælisvefur þessi var útbúinn í tilefni 70 ára afmælis Lúðrasveitar Stykkishólms árið 2014.

Æfingatími okkar

Litla Lúðró æfir á miðvikud. kl. 14:44
Stóra Lúðró æfir á fimmtud. kl. 16:44

Aðsetur

Tónlistarskóli Stykkishólms
Skólastígur 11
340 Stykkishólmur
S. 433 8140
Netfang: ludro@stykkisholmur.is

Lúðrasveit Stykkishólms 2014 - Tónlistarskóli Stykkishólms