Kristjón Daðason
Hvar áttu heima og við hvað starfar þú?
Ég bý í Grafarholti, Reykjavík. Ég kenni og stjórna B-sveit Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar og stjórna einnig B-sveit Skólahljómsveitar Grafarvogs með Einari Jónssyni básúnuleikara.
Hvaða ár varstu í lúðrasveitinni og hversu lengi?
Ég var í Lúðrasveit Stykkishólms frá 7-14 ára aldri eða frá 1992-1999 þangað til við fjölskyldan fluttum út til Danmerkur. Pabbi, Daði Þór Einarsson, stjórnaði þá lúðrasveitinni og kenndi mér á trompet.
Spilar þú á hljóðfæri í dag?
Ég er menntaður trompetleikari og tónlistarkennari.
Hvernig lög spiluðu þið í lúðrasveitinni?
Þau lög sem eru eftirminnilegust eru „When I’m 64“ eftir The Beatles og Alladin syrpa þar sem ég fékk að leika mitt fyrsta sóló á tónleikum í laginu „A Whole New World“.
Hvað fannst þér skemmtilegast við lúðrasveitina?
Mér fannst skemmtilegast að spila fyrst og fremst, en auðvitað ferðalögin í Morfellsbæ og svo ferðalagið til Vík í Mýrdal var skemmtilegt.
Hvaða áhrif hefur það haft á líf þitt að vera í lúðrasveit?
Hjá Lúðrasveit Stykkishólms hófst ferill minn sem trompetleikari. Ég hef aldrei hætt að spila á hljóðfæri síðan ég byrjaði um 4 ára að spila á blokkflautu og síðan seinna meir á harmokíku bæði hjá Hafsteini Sigurðssyni. Ég var aldrei sterkur í grunnskóla í bókum og sveoleiðis hlutum en þarna var ég algörlega á heimavelli og þess vegna valdi ég þá leið að verða tónlistarmaður því tónlist gefur lífinu gildi!
Haukur Páll Kristinsson tók viðtalið.