Skip to content
ludro.is
  • Velkomin
  • Um okkur
    • Um okkur
    • Félagatal
      • Litla Lúðró 2013-14
      • Stóra Lúðró 2013-14
      • Víkingasveit 2013-14
    • Foreldrafélag
  • Sagan okkar
    • Tímalína
    • Afmælisrit 1989
    • Afmælisrit 2014
    • Lúðrasveit Stykkshólms 70 ára
    • Stjórnendur frá upphafi
    • Ársskýrslur
  • Myndefni
  • Tónlist
    • Afmælistónleikar 2014
    • Landsmót 2014
  • Viðtöl
Site Search

Kristbjörg Hermannsdóttir

  • 14/04/201419/04/2017
  • by LS

Kristbjörg Hermannsdóttir

Hvar áttu heima og við hvað starfar þú?
Ég á heima í Stykkishólmi og ég er handavinnukennari.

Varstu í lúðrasveiti?
Já, ætli ég hafi ekki verið í 5-6 ár í Lúðró. Mig minnir að það hafi verið frá 1984-1990 eða þar um bil. Þá stjórnaði Daði Þór Einarsson lúðrasveitinni og kenndi mér á kornett. Við spiluðum blönduð lög í Lúðró. Það voru þekkt lúðrasveitarlög, marsar og svo líka léttari lög. Félagsskapurinn var það sem stendur upp úr í minningunni. Það var rosalega gaman í ferðalögum og ég fór í mörg, bæði innanlands, á landsmót og svo fór ég í tvö ferðalög til útlanda. Fyrra ferðalagið var til Norðurlandanna þar sem við heimsóttum vinabæi en seinna ferðalagið var til Austur- Þýskalands. Lúðrasveitinni var boðið á tónlistarhátíð og var sú ferð ógleymanleg í alla staði.

Ertu í lúðrasveit í dag?
Nei, ég er ekki í lúðrasveit í dag en ég spila á hljóðfæri og nýt tónlistar á hverjum degi.

Dagný Inga Magnúsdóttir, Salvör Mist Sigurðardóttir og Jóel Bjarki Sigurðarson tóku viðtalið.

Njáll Þórðarson
Kristjón Daðason

Afmælisvefur

Afmælisvefur þessi var útbúinn í tilefni 70 ára afmælis Lúðrasveitar Stykkishólms árið 2014.

Æfingatími okkar

Litla Lúðró æfir á miðvikud. kl. 14:44
Stóra Lúðró æfir á fimmtud. kl. 16:44

Aðsetur

Tónlistarskóli Stykkishólms
Skólastígur 11
340 Stykkishólmur
S. 433 8140
Netfang: ludro@stykkisholmur.is

Lúðrasveit Stykkishólms 2014 - Tónlistarskóli Stykkishólms