Kristbjörg Hermannsdóttir
Hvar áttu heima og við hvað starfar þú?
Ég á heima í Stykkishólmi og ég er handavinnukennari.
Varstu í lúðrasveiti?
Já, ætli ég hafi ekki verið í 5-6 ár í Lúðró. Mig minnir að það hafi verið frá 1984-1990 eða þar um bil. Þá stjórnaði Daði Þór Einarsson lúðrasveitinni og kenndi mér á kornett. Við spiluðum blönduð lög í Lúðró. Það voru þekkt lúðrasveitarlög, marsar og svo líka léttari lög. Félagsskapurinn var það sem stendur upp úr í minningunni. Það var rosalega gaman í ferðalögum og ég fór í mörg, bæði innanlands, á landsmót og svo fór ég í tvö ferðalög til útlanda. Fyrra ferðalagið var til Norðurlandanna þar sem við heimsóttum vinabæi en seinna ferðalagið var til Austur- Þýskalands. Lúðrasveitinni var boðið á tónlistarhátíð og var sú ferð ógleymanleg í alla staði.
Ertu í lúðrasveit í dag?
Nei, ég er ekki í lúðrasveit í dag en ég spila á hljóðfæri og nýt tónlistar á hverjum degi.
Dagný Inga Magnúsdóttir, Salvör Mist Sigurðardóttir og Jóel Bjarki Sigurðarson tóku viðtalið.