Skip to content
ludro.is
  • Velkomin
  • Um okkur
    • Um okkur
    • Félagatal
      • Litla Lúðró 2013-14
      • Stóra Lúðró 2013-14
      • Víkingasveit 2013-14
    • Foreldrafélag
  • Sagan okkar
    • Tímalína
    • Afmælisrit 1989
    • Afmælisrit 2014
    • Lúðrasveit Stykkshólms 70 ára
    • Stjórnendur frá upphafi
    • Ársskýrslur
  • Myndefni
  • Tónlist
    • Afmælistónleikar 2014
    • Landsmót 2014
  • Viðtöl
Site Search

Hrefna Rós Lárusdóttir

  • 12/04/201419/04/2017
  • by LS

Hrefna Rós - Víkingasveit

Hvenær byrjaðir þú að læra á hljóðfæri og hvaða hljóðfæri hefur þú lært á?
Ég æfði á trompet í fyrsta bekk, æfði síðan á píanó 2001-2006. Byrjaði að læra á básúnu árið 2004 og hætti núna um áramótin í Tónlistarskólanum í Stykkishólmi þar sem ég fór í skóla til Reykjavíkur. Er ennþá að spila. Ég spilaði á básúnu í lúðrasveitinni og Martin var mest að kenna mér. Í fjarveru Martins var Guri í einn vetur (að mig minnir) og Hjálmar í tvo vetur.

Hvað finnst þér skemmtilegast við lúðrasveitina?
Það sem mér finnst skemmtilegast við lúðrasveitina er að spila flott, skemmtileg og krefjandi lög, og að vera í góðra vina hópi. Ég fór á lúðrasveitalandsmót í Reykjanesbæ og svo fórum við til Svíþjóðar árið 2010 og það var ekkert smá gaman! Í vetur fórum við líka í helgarferð til Reykjavíkur og það var líka mjög gaman!

Hvaða áhrif hefur það haft á líf þitt að vera í Lúðrasveit Stykkishólms?
Í gegnum lúðrasveitina hef ég kynnst mikið af skemmtilegu fólki, og lært að spila í hóp. Ég hef einnig lært mjög mikið gagnlegt sem hefur hjálpað mér í öllum þeim samspilum sem ég hef tekið þátt í. Ég var í Lúðrasveit Æskunnar í vetur, en hún hefur lokið störfum. Lúðrasveit Æskunnar hélt tónleika í Hörpu og svo spiluðum við einnig á lokakeppni Nótunnar. Annars er ég ekki í neinni sveit en kem á æfingar þegar ég kem heim og ætla að spila með á afmælistónleikunum.

Þú hefur sigrað Nótuna, hvaða áhrif hefur það haft á líf þitt?
Ég sigraði í svæðiskeppni Nótunnar á Ísafirði í fyrra, 2013. Eftir það hefur verið haft samband við mig og ég beðin um að spila í allskonar hópum. Tók m.a. þátt í Brassbyltu í Hafnarfirði þar sem fremsti túbuleikari heims kom fram með okkur. Ég hef einnig spilað í Skálholti á tónleikum með mjög efnilegum krökkum, svo spilaði ég núna í vetur með brasshópi úr Ungfóníunni í óperu sem nemendur úr óperudeild söngskóla Sigurðar Demetz settu saman í Iðnó. Að lokum spilaði ég með Ungfóníunni í vetur og það var mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni!

Anna Soffía Lárusdóttir tók viðtalið.

Haukur Páll Kristinsson
Hausttónleikar 2014

Afmælisvefur

Afmælisvefur þessi var útbúinn í tilefni 70 ára afmælis Lúðrasveitar Stykkishólms árið 2014.

Æfingatími okkar

Litla Lúðró æfir á miðvikud. kl. 14:44
Stóra Lúðró æfir á fimmtud. kl. 16:44

Aðsetur

Tónlistarskóli Stykkishólms
Skólastígur 11
340 Stykkishólmur
S. 433 8140
Netfang: ludro@stykkisholmur.is

Lúðrasveit Stykkishólms 2014 - Tónlistarskóli Stykkishólms