Haukur Páll Kristinsson
Hvar áttu heima og í hvaða bekk ertu?
Ég bý í Stykkishólmi og er í níunda bekk.
Hvenær byrjaðir þú í Lúðrasveit Stykkishólms?
Ég byrjaði í lúðró 8 ára og er ennþá.
Á hvaða hljóðfæri spilar þú og hver er kennarinn þinn í tónó?
Ég spila á trompet. Martin Markvoll hefur kennt mér frá byrjun en síðan var Hjálmar í 2 vetur.
Spilar þú á hljóðfæri í dag?
Já, trompet og glamra stundum á gítar heima.
Hvernig lög spilið þið í lúðrasveitinni?
Allskonar lög.
Hvað finnst þér skemmtilegast við lúðrasveitina?
Að spila.
Hefurðu farið í ferðalög með lúðrasveitinni? Hvert?
Við fórum einu sinni í tónleikaferðalag um Vesturland og fórum líka til Gautaborgar og kepptum á Nótunni í Borganesi.
Var gaman?
Já.
Hvaða áhrif hefur það haft á líf þitt að vera í lúðrasveit?
Mjög góð áhrif.