Bjarni Lárentsínusson
Ég á heima í Stykkishólmi og ég starfaði allan minn starfsaldur sem húsasmiður. Ég byrjaði í lúðrasveitinni 13 ára og hætti fyrir nokkrum árum síðan, það voru allt í allt 62 ár. Víkingur Jóhannsson lúðrasveitastjóri kenndi mér á tenórhorn og svo kom Arne Björhei og kenndi mér líka. Seinna fór ég að spila á saxófón og barítónhorn. Ég spila svolítið á saxófóninn ennþá. Í lúðrasveitinni spiluðum við allt mögulegt en áður fyrr voru það svona mest ættjarðarlög og marsar eftir Sousa. Við fórum í ferðalög m.a. á landsmót til Reykjavíkur, Selfoss, Akureyrar, vestur á firði og margt fleira. Félagsskapurinn í lúðrasveitinni var langskemmtilegastur og svo var líka gaman að spila mis- munandi og falleg lög. Það hefur haft góð áhrif á mig að vera í lúðrasveitinni og félagsskapurinn verið mjög góður.
Jóel Bjarki Sigurðarson, Salvör Mist Sigurðardóttir og Dagný Inga Magnúsdóttir tóku viðtalið.