Skip to content
ludro.is
  • Velkomin
  • Um okkur
    • Um okkur
    • Félagatal
      • Litla Lúðró 2013-14
      • Stóra Lúðró 2013-14
      • Víkingasveit 2013-14
    • Foreldrafélag
  • Sagan okkar
    • Tímalína
    • Afmælisrit 1989
    • Afmælisrit 2014
    • Lúðrasveit Stykkshólms 70 ára
    • Stjórnendur frá upphafi
    • Ársskýrslur
  • Myndefni
  • Tónlist
    • Afmælistónleikar 2014
    • Landsmót 2014
  • Viðtöl
Site Search

Bjarni Lárentsínusson

  • 14/04/201419/04/2017
  • by LS

Fleiri kynslóðir í lúðró

Ég á heima í Stykkishólmi og ég starfaði allan minn starfsaldur sem húsasmiður. Ég byrjaði í lúðrasveitinni 13 ára og hætti fyrir nokkrum árum síðan, það voru allt í allt 62 ár. Víkingur Jóhannsson lúðrasveitastjóri kenndi mér á tenórhorn og svo kom Arne Björhei og kenndi mér líka. Seinna fór ég að spila á saxófón og barítónhorn. Ég spila svolítið á saxófóninn ennþá. Í lúðrasveitinni spiluðum við allt mögulegt en áður fyrr voru það svona mest ættjarðarlög og marsar eftir Sousa. Við fórum í ferðalög m.a. á landsmót til Reykjavíkur, Selfoss, Akureyrar, vestur á firði og margt fleira. Félagsskapurinn í lúðrasveitinni var langskemmtilegastur og svo var líka gaman að spila mis- munandi og falleg lög. Það hefur haft góð áhrif á mig að vera í lúðrasveitinni og félagsskapurinn verið mjög góður.

Jóel Bjarki Sigurðarson, Salvör Mist Sigurðardóttir og Dagný Inga Magnúsdóttir tóku viðtalið.

 

Hannes Gunnarsson
Trommusveit Stykkishólms – Nótan 2012

Afmælisvefur

Afmælisvefur þessi var útbúinn í tilefni 70 ára afmælis Lúðrasveitar Stykkishólms árið 2014.

Æfingatími okkar

Litla Lúðró æfir á miðvikud. kl. 14:44
Stóra Lúðró æfir á fimmtud. kl. 16:44

Aðsetur

Tónlistarskóli Stykkishólms
Skólastígur 11
340 Stykkishólmur
S. 433 8140
Netfang: ludro@stykkisholmur.is

Lúðrasveit Stykkishólms 2014 - Tónlistarskóli Stykkishólms