Tónlist 2014-15

Hausttónleikar 2014

Hér má hlusta á upptökur sem voru gerðar fimmtudaginn 21. nóvember í Stykkishólmskirkju – hausttónleikar lúðrasveitarinnar.

Fram komu Litla Lúðró (LL), Stóra Lúðró (LS) og Víkingasveitin (VS).

Stjórnandi var Martin Markvoll.

 

 

Uncategorized

Hrefna Rós Lárusdóttir

Hrefna Rós - Víkingasveit

Hvenær byrjaðir þú að læra á hljóðfæri og hvaða hljóðfæri hefur þú lært á?
Ég æfði á trompet í fyrsta bekk, æfði síðan á píanó 2001-2006. Byrjaði að læra á básúnu árið 2004 og hætti núna um áramótin í Tónlistarskólanum í Stykkishólmi þar sem ég fór í skóla til Reykjavíkur. Er ennþá að spila. Ég spilaði á básúnu í lúðrasveitinni og Martin var mest að kenna mér. Í fjarveru Martins var Guri í einn vetur (að mig minnir) og Hjálmar í tvo vetur.

Hvað finnst þér skemmtilegast við lúðrasveitina?
Það sem mér finnst skemmtilegast við lúðrasveitina er að spila flott, skemmtileg og krefjandi lög, og að vera í góðra vina hópi. Ég fór á lúðrasveitalandsmót í Reykjanesbæ og svo fórum við til Svíþjóðar árið 2010 og það var ekkert smá gaman! Í vetur fórum við líka í helgarferð til Reykjavíkur og það var líka mjög gaman!

Hvaða áhrif hefur það haft á líf þitt að vera í Lúðrasveit Stykkishólms?
Í gegnum lúðrasveitina hef ég kynnst mikið af skemmtilegu fólki, og lært að spila í hóp. Ég hef einnig lært mjög mikið gagnlegt sem hefur hjálpað mér í öllum þeim samspilum sem ég hef tekið þátt í. Ég var í Lúðrasveit Æskunnar í vetur, en hún hefur lokið störfum. Lúðrasveit Æskunnar hélt tónleika í Hörpu og svo spiluðum við einnig á lokakeppni Nótunnar. Annars er ég ekki í neinni sveit en kem á æfingar þegar ég kem heim og ætla að spila með á afmælistónleikunum.

Þú hefur sigrað Nótuna, hvaða áhrif hefur það haft á líf þitt?
Ég sigraði í svæðiskeppni Nótunnar á Ísafirði í fyrra, 2013. Eftir það hefur verið haft samband við mig og ég beðin um að spila í allskonar hópum. Tók m.a. þátt í Brassbyltu í Hafnarfirði þar sem fremsti túbuleikari heims kom fram með okkur. Ég hef einnig spilað í Skálholti á tónleikum með mjög efnilegum krökkum, svo spilaði ég núna í vetur með brasshópi úr Ungfóníunni í óperu sem nemendur úr óperudeild söngskóla Sigurðar Demetz settu saman í Iðnó. Að lokum spilaði ég með Ungfóníunni í vetur og það var mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni!

Anna Soffía Lárusdóttir tók viðtalið.

Uncategorized

Haukur Páll Kristinsson

Haukur Páll - Stóra Lúðró

Hvar áttu heima og í hvaða bekk ertu?
Ég bý í Stykkishólmi og er í níunda bekk.

Hvenær byrjaðir þú í Lúðrasveit Stykkishólms?
Ég byrjaði í lúðró 8 ára og er ennþá.

Á hvaða hljóðfæri spilar þú og hver er kennarinn þinn í tónó?
Ég spila á trompet. Martin Markvoll hefur kennt mér frá byrjun en síðan var Hjálmar í 2 vetur.

Spilar þú á hljóðfæri í dag?
Já, trompet og glamra stundum á gítar heima.

Hvernig lög spilið þið í lúðrasveitinni? 
Allskonar lög.

Hvað finnst þér skemmtilegast við lúðrasveitina?
Að spila.

Hefurðu farið í ferðalög með lúðrasveitinni? Hvert?
Við fórum einu sinni í tónleikaferðalag um Vesturland og fórum líka til Gautaborgar og kepptum á Nótunni í Borganesi.

Var gaman?
Já.

Hvaða áhrif hefur það haft á líf þitt að vera í lúðrasveit?
Mjög góð áhrif.

Uncategorized

Amelía Dís Einarsdóttir

Amelía Dís - Litla Lúðró

Hvar áttu heima og í hvaða bekk ertu?
Ég á heima í Stykkishólmi og er í fjórða bekk.

Hvenær byrjaðir þú í Lúðrasveit Stykkishólms?
Þetta er fyrsta árið mitt.

Á hvaða hljóðfæri spilar þú og hver er kennarinn þinn í tónó?
Ég spila á píanó. László er kennarinn minn.

Hvernig lög spilið þið í lúðrasveitinni?
Skemmtileg lög.

Hvað finnst þér skemmtilegast við lúðrasveitina?
Þegar við spilum.

Hefurðu farið í ferðalög eða æfingabúðir með lúðrasveitinni?   Hvert? Var gaman?
Uuu, já – ég var það seinustu helgi.

Hvaða áhrif hefur það haft á líf þitt að vera í lúðrasveit?
Góð áhrif.

Vaka Þorsteinsdóttir tók viðtalið.