Skip to content
ludro.is
  • Velkomin
  • Um okkur
    • Um okkur
    • Félagatal
      • Litla Lúðró 2013-14
      • Stóra Lúðró 2013-14
      • Víkingasveit 2013-14
    • Foreldrafélag
  • Sagan okkar
    • Tímalína
    • Afmælisrit 1989
    • Afmælisrit 2014
    • Lúðrasveit Stykkshólms 70 ára
    • Stjórnendur frá upphafi
    • Ársskýrslur
  • Myndefni
  • Tónlist
    • Afmælistónleikar 2014
    • Landsmót 2014
  • Viðtöl
Site Search

Símon Karl Sigurðarson

  • 14/04/201419/04/2017
  • by LS

Símon Karl

Hvar áttu heima og hvað gerir þú?
Ég á heima í Reykjavík og er í námi við menntaskólann við Hamrahlíð og í tónlistarskóla FÍH.

Hvaða ár varstu í lúðrasveitinni og hversu lengi?
Ég var á tímabilinu 2005 til 2010. Martin stjórnaði henni þegar ég byrjaði og síðan tók Hjálmar við. Ég spilaði bara á klarínett í lúðrasveitinni og Haddi var kennarinn minn, svo var ég reyndar kominn aðeins í tíma til Guðna Franzsonar í Reykjavík líka, sem er kennarinn minn enn í dag, en Haddi var svona aðalkennarinn minn heima. Skemmtilegast við lúðrasveitina var að spila lög úr t.d. bíómyndum eða svona soldið erfið stykki og þegar þau voru farin að hljóma virkilega vel, þá var rosalega gaman að spila það og svo auðvitað félagsskapurinn og ferðirnar og svona, það var allt mjög skemmtilegt. Við fórum á lúðrasveitalandsmót á Akranesi og svo Keflavík og svo fórum við til Svíþjóðar líka, ég man ekki eftir því að við höfum farið neitt annað. Það var rosalega gaman það var sérstaklega gaman að fara til Svíþjóðar. Ég spila enn og er í tónlistarnámi í tónlistarskóla FÍH með menntaskólanum.

Hvernig lög spiluðu þið í lúðrasveitinni?
Við spiluðum allt á milli himins og jarðar. Við spiluðum kvikmyndatónlist eins og „Pirates of the Caribbian“ og „Lord of the Rings“ held ég. Svo spiluðum við„Take 5“ og öll afrísku lögin sem Martin útsetti eins og „Madiba Jive“ svo spiluðum við nátttúrulega Sousa marsana og Öxar við ána og öll lögin sem við spiluðum á 17. júní og svona, já allt á milli himins og jarðar eiginlega.

Hvaða áhrif hefur það haft á líf þitt að vera í lúðrasveit?
Sko, það er náttúrulega rosalega góð æfing að spila með öðrum og svona mörgum og þá æfist maður í því að stilla rétt, hlusta vel á aðra, horfa á nótur og horfa á sjórnanda á sama tíma, það er rosalega mikilvægt að geta horft á stjórnandann. Núna er ég til dæmis í Hamrahlíðarkórunum í Reykjavík og þá hjálpar það mér rosalega mikið að hafa verið í lúðrasveit af því að þá er ég orðinn vanur því að lesa nótur og horfa á stjórnandann og geta alltaf fylgt slaginu.

Ertu í lúðrasveit í dag?
Nei, því miður. Ég er í Hamrahlíðar-kórunum, samspili í FÍH, salsasveit, Húsbandinu í MH og Ribböldunum.

Jóel Bjarki Sigurðarson, Salvör Mist Sigurðardóttir og Dagný Inga Magnúsdóttir tóku viðtalið.

Kristjón Daðason
Hannes Gunnarsson

Afmælisvefur

Afmælisvefur þessi var útbúinn í tilefni 70 ára afmælis Lúðrasveitar Stykkishólms árið 2014.

Æfingatími okkar

Litla Lúðró æfir á miðvikud. kl. 14:44
Stóra Lúðró æfir á fimmtud. kl. 16:44

Aðsetur

Tónlistarskóli Stykkishólms
Skólastígur 11
340 Stykkishólmur
S. 433 8140
Netfang: ludro@stykkisholmur.is

Lúðrasveit Stykkishólms 2014 - Tónlistarskóli Stykkishólms